Til að tryggja fjölbreytni og rétta næringarsamsetningu eru matseðlar samsettir eftir ráðleggingum úr handbók fyrir leikskólaeldhús. Allar máltíðir eru næringarútreiknaðar og fylgja ráðleggingum Landlæknisembættisins um næringu fyrir leikskólabörn. 

Boðið er upp á sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs, fyrir alla sem þjást af ofnæmi, óþoli eða öðrum læknisfræðilegum einkennum. Læknisvottorð tryggir að sérfæðið sé matreitt eftir þörfum neytandans.

Einnig bjóðum við upp á sér mat fyrir þau börn sem af trúarlegum ástæðum þurfa annan mat en það sem er á matseðli.

Við höfum á að skipa hópi fagfólks sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu hvað varðar sérfæði. Mikil áhersla er lögð á það að hafa sérfæðið sem líkast almenna matnum. Allt sérfæði er sérpakkað og merkt viðkomandi einstaklingi.

Jafnframt bjóðum við morgunverð og hressingar fyrir leikskóla.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Hollt í hádeginu holltihadegi@ss.is

Matseðill

4. til 29. september

Handbók landlæknis fyrir leikskólaeldhús

Fullt af fróðleik frá Landlækni um leikskólaeldhús

Ráðleggingar um næringu

Almenn ráð um hollar neysluvenjur og ráðleggingar þar af lútandi