Súrsun er aldagömul aðferð til að geyma og verka matvæli. Aðferðin varð m.a. til vegna saltskorts í

landinu fyrr á öldum. Slátrað var á haustin og maturinn sem til féll þurfti að endast til næsta hausts.

Súrmatur er auðmeltanlegur og hollur vegna vítamína og steinefna sem síast úr mysunni yfir í súrmatinn. 

Fagmenn SS leggja mikinn metnað í framleiðslu á súrmat og er hvergi til sparað. Í september eru sérvaldar kjötvörur soðnar og settar í kör með skyrmysu og geymdar í kæli. Reglulega er fylgst með sýrustiginu á skyrmysunni og skipt um mysu þegar virkni hennar minnkar. Að jafnaði er skipt um mysu fimm sinnum fram til janúar er varan er tilbúin til sölu. Framleiðsla á góðum súrmat er list og byggir á stöðluðum aðferðum en einnig tilfinningu þeirra sem að henni koma

Þorramatur

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.