Chat with us, powered by LiveChat

Súrsun er aldagömul aðferð til að geyma og verka matvæli. Aðferðin varð m.a. til vegna saltskorts í

landinu fyrr á öldum. Slátrað var á haustin og maturinn sem til féll þurfti að endast til næsta hausts.

Súrmatur er auðmeltanlegur og hollur vegna vítamína og steinefna sem síast úr mysunni yfir í súrmatinn. 

Fagmenn SS leggja mikinn metnað í framleiðslu á súrmat og er hvergi til sparað. Í september eru sérvaldar kjötvörur soðnar og settar í kör með skyrmysu og geymdar í kæli. Reglulega er fylgst með sýrustiginu á skyrmysunni og skipt um mysu þegar virkni hennar minnkar. Að jafnaði er skipt um mysu fimm sinnum fram til janúar er varan er tilbúin til sölu. Framleiðsla á góðum súrmat er list og byggir á stöðluðum aðferðum en einnig tilfinningu þeirra sem að henni koma

Þorramatur