Hráefni

c.a 3 L vatn
2.5 kg súpukjöt á beini frá SS
400gr rófur
400gr kartöflur
200gr gulrætur
40gr hrísgrjón
1 stk lítill laukur
c.a 5 c.m púrrulaukur
c.a 5 msk súpujurtir
c.a 2 msk salt
svartur pipar

Leiðbeiningar

Setjið vatnið í pottinn, skerið kjötið niður í bita og fituhreinsið ef þið viljið.
Setjið kjötið í pottinn og látið suðuna koma upp.
Fleytið mest alla fituna og úrfellingar ofan af kjötinu

bætið salti, pipari, lauk og súpujurtum út í, látið suðuna koma upp, sjóðið í 40 mínútur.
Skerið niður grænmetið eins smátt og þið viljið.
Setjið grænmetið í pottinn og sjóðið í c.a 30 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.