Barilla pastaskrúfur með beikon og sólþurrkuðum tómötum (fyrir 4)

250 g Búrfells beikon

150 g ferskir sveppir

2 skarlottulaukar eða hálfur venjulegur gulur laukur

1-2 hvítlauksrif

1 tsk McCormik Ítalian seasoning

1 dós sýrður rjómi (180 g)

2,5 dl rjómi

4 sólþurrkaðir tómatar + 3 msk af olíunni

salt og pipar

1-2 dl af vatninu sem pastað var soðið í

2 msk fínrifinn parmesan ostur

Leiðbeiningar:

Sjóðið pasta í vel söltu vatni, samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

Skerið beikonið í bita og steikið. Hellið fitunni af pönnunni. Hakkið laukinn, hvítlaukinn og sólþurrkuðu tómatana, skerið sveppina í fernt og bætið á pönnuna ásamt italian seasoning. Steikið áfram í nokkrar mínútur. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og olíunni frá tómötunum á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Bæti smá af vatninu sem pastað var soðið í á pönnuna og sjóðið áfram í nokkrar mínútur. Takið pönnuna af hellunni og hrærið parmesan í sósuna, hellið þessu yfir soðna pastaið og blandið vel. Berið fram með brauði, fersku basil og ferskrifnum parmesan.